sun 22. október 2017 16:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýtt áhorfendamet í ensku úrvalsdeildinni sett á Wembley
Mynd: Getty Images
Nýtt áhorfendamet var sett í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik í deildinni en leik Tottenham og Liverpool sem nú stendur yfir á Wembley í Lundúnum.

80,827 gerðu sér ferð á Wembley til að horfa á leikinn, en þetta er í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þar sem fleiri en 80 þúsunds manns mæta á völlinn.

Þetta er nýtt met og það munu allir fara heim glaðir nema um 3000 stuðningsmenn Liverpool sem eru á vellinum.

Staðan þegar þessi frétt er skrifuð er 4-1 fyrir Tottenham. Endilega fylgstu með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net.



Athugasemdir
banner
banner
banner