Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. október 2017 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Mourinho setti Dier í erfiða stöðu
Eric Dier og vinur hans Dele Alli.
Eric Dier og vinur hans Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að kollegi sinn hjá Manchester United, Jose Mourinho, hafi sett Eric Dier í erfiða stöðu með því að reyna að fá hann til Manchester United.

Dier var orðaður við United síðasta sumar, en Mourinho gafst upp á honum og keypti Nemanja Matic í staðinn.

Dier íhugað að fara til Man Utd til að spila á miðsvæðinu.

Eftir 1-0 sigur United á Tottenham í desember á síðasta ári ræddu Mourinho og Dier saman, en það var Pochettino ekki glaður með.

„Eric lítur á sig sem miðjumann og eftir að við keyptum (Victor) Wanyama var hann ekki sáttur. Það var eitthvað annað í gangi hjá honum, en hann vildi ekki segja mér það," sagði Pochettino í bók sem fjölmiðlamaðurinn Guillem Balague er að gefa út.

Daily Mail hefur verið að birta brot úr bókinni.

„Svo komst ég að því að Man Utd hefði spurst fyrir um hann og það hefði komið honum úr jafnvægi. Umboðsmaður hans hafði verið að setja pressu á hann, þótt United væri ekki að lofa neinu."

„Ég og Mourinho kláruðum viðtölin okkar (eftir 1-0 tap Tottenham á Old Trafford í desember), en eftir viðtölin fór Mourinho og rakst á nokkra af leikmönnunum mínum."

„Hann heilsaði Moussa Sissoko og faðmaði Dier. Ég hitti á þá áður en ég fór inn í búningsklefann, þeir hlógu og voru að tala saman á portúgölsku. Kannski er þetta stíllinn hans Mourinho, en þetta Eric í erfiða stöðu. Þú mátt ekki gera þetta eftir tap."

„Ég spurði hann hvort hann væri vinur Mourinho. Hann sagði að svo væri ekki, hann þekkti samt til hans eftir að hafa spilað í Portúgal (með Sporting Lissabon) í nokkur ár."

„Daginn eftir settist ég niður í hádegisverð með Eric og við ræddum saman í fjóra klukkutíma um allt það sem var að gerast. Ég sagði við hann að hann væri ekki að fara þar sem hann hafði skrifað undir fimm ára samning í ágúst, hann væri einn best launaði leikmaðurinn hjá Tottenham aðeins 22 ára gamall."

„Eftir samtalið viðurkenndi Eric að hann hefði getað reynt að forðast Mourinho," sagði Pochettino að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner