sun 22. október 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino segir að Kyle Walker hafi sýnt vanvirðingu
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var ekki ánægður með það hvernig bakvörðurinn Kyle Walker kom sér til Manchester City í sumar. Frá þessu er sagt í nýrri bók sem Guillem Balague, hinn mikli séfræðingur, hefur skrifað um Pochettino.

Daily Mail hefur verið að birta litlar sögur úr bókinni.

Í bókinni, sem kemur út á næstu dögum, segir Pochettino að Kyle Walker hafi sýnt vanvirðingu síðastliðið sumar.

„Walker kom á skrifstofu mína eftir Watford leikinn (8. apríl 2017). Hann sagði við mig að hann hefði verið hjá Tottenham í níu ár og að hjartað hans væri ekki lengur hjá félaginu," sagði Pochettino.

„Hann sagði við mig að hann væri á förum. 'Kyle þú þarft að sýna fagmennsku' sagði ég og þá sagði hann að þetta væri nú þegar ákveðið. Það olli mér vonbrigðum að hann skyldi mér tjá mér þetta þegar það var einn og hálfur mánuður eftir af tímabilinu."

„Hann hefði getað sagt mér þetta eftir tímabilið og það var ákveðið virðingarleysi af honum að segja mér þetta þarna."

Walker var síðan keyptur til Manchester City fyrir 50 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner