sun 22. október 2017 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raiola: Zlatan á fimm eða sex ár eftir
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic getur að minnsta kosti spilað í fimm eða sex ár í viðbót, þetta segir umboðsmaður hans, Mino Raiola.

Zlatan varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum undir lok síðasta tímabils, en það styttist í endurkomu hjá honum. Hann er byrjaður að æfa með aðalliðinu og vonir eru bundnar við það að hann snúi aftur á fótboltavöllinn áður en árið 2017 er úti.

Raiola, sem er skrautleg týpa, býst við því að hinn 36 ára gamli Zlatan muni ekki hætta í fótbolta á næstunni.

„Hann á mikið eftir, fimm eða sex ár að minnsta kosti," sagði Raiola í samtali við sænska blaðið Expressen.

Sjá einnig:
Mourinho heldur að Zlatan verði klár áður en árið er liðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner