Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. október 2017 12:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Richarlison sé eins og „ungur Ronaldo"
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Jamie Redknapp er virkilega hrifinn af Brasilíumanninum Richarlison.

Richarlison var frekar óþekktur áður en hann var keyptur til Watford í sumar frá brasilíska liðinu Fluminense.

Hann hefur farið vel af stað hjá Watford og Redknapp hrósaði honum í hástert eftir 4-2 tap Watford gegn Chelsea í gær. Richarlison klúðraði góðum færum í leiknum, en þrátt fyrir það var Redknapp gríðarlega hrifinn af frammistöðu hans á Stamford Bridge.

„Ég verð að passa mig vegna þess að ég veit hvernig fólk lætur, það mun segja að ég sé að líkja honum við (Cristiano) Ronaldo eða að ég sé að segja að hann verði betri en hann," sagði Redknapp.

„En hann hefur getuna, það litla sem hann gerir minnir mig á ungan Ronaldo," sagði Redknapp enn fremur.

„Ég er ekki að segja að hann verði eins góður en hann gerir sérstaka hluti á boltanum sem fáir geta gert."
Athugasemdir
banner
banner
banner