Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. október 2017 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Bilic fær tvo leiki til að bjarga starfinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sky Sports greinir frá því að Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, fær tvo leiki til að bjarga starfi sínu.

Gengi Hamranna á tímabilinu hefur verið afleitt og er liðið ekki með nema átta stig eftir níu umferðir. Félagið fékk nýliða Brighton í heimsókn á föstudaginn og tapaði 3-0.

Stjórnendur félagsins hafa verið að funda og komust, samkvæmt Sky, að þeirri niðurstöðu að Bilic fær tvo leiki, sem eru nágrannaslagir á útivelli gegn Tottenham og Crystal Palace, til að bjarga sætinu sínu.

Hamrarnir enduðu í 11. sæti á síðasta tímabili, en tímabilið fyrir það tókst Bilic að koma félaginu í undankeppni Evrópudeildarinnar, þar sem það var óvænt slegið út af rúmenska félaginu Astra Giurgiu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner