sun 22. október 2017 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Fjörugt jafntefli í Íslendingaslag
Jón Guðni er lykilmaður hjá Norrköping.
Jón Guðni er lykilmaður hjá Norrköping.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var Íslendingafjör í leikjunum sem voru að klárast í sænsku úrvalsdeildinni. Alls komu fimm Íslendingar við sögu í leikjunum tveimur, en sjö íslenskir leikmenn voru á skýrslu.

Hjá Norrköping byrjuðu Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson í 2-2 jafntefli gegn Sundsvall. Kristinn Steindórsson var í byrjunarliðinu hjá heimamönnum í Sundsvall.

Sundsvall komst 2-0 yfir, en Norrköping sýndi karakter og náði að jafna metin í 2-2. Jöfnunarmarkið kom 10 mínútum áður en venjulegum leiktíma lauk í Sundsvall.

Skagastrákurinn efnilegi Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður fyrir Norrköping í seinni hálfleik og Kristinn Freyr var settur inn á fyrir Sundsvall. Alfons Sampsted var allan tímann á bekknum.

Elías Már Ómarsson var ónotaður varamaður hjá Göteborg gegn Östersund. Elías Már hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Gautaborg.

Norrköping er í sjötta sæti, Göteborg er í áttunda sæti og Sundsvall er í 13. sæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Göteborg 0 - 1 Östersunds
0-1 Ludvig Fritzson ('8)

Sundsvall 2 - 2 Norrköping
1-0 Marcus Danielsson ('24, víti)
2-0 Romain Gall ('54)
2-1 Alexander Jakobsen ('62)
2-2 Simon Skrabb ('80)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner