Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 22. október 2017 09:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Moyes næsti stjóri Gylfa?
Powerade
Er Moyes að fara aftur til Everton?
Er Moyes að fara aftur til Everton?
Mynd: Getty Images
Werner dreymir um Manchester United.
Werner dreymir um Manchester United.
Mynd: Getty Images
Góðan og blessaðan. Það er komið að slúðrinu í boði Powerade. Molarnir eru teknir saman af BBC.



David Moyes gæti tekið aftur við Everton, en pressan á Ronald Koeman hefur aukist mikið á undanförnum misserum. Moyes stýrði Everton frá 2002 til 2013. (Sunday Mirror)

Hjá Real Madrid eru menn vissir um að Harry Kane (24) muni koma frá Tottenham næsta sumar. (Sun on Sunday)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er áhugasamur um Alex Grimaldo (22), vinstri bakvörð Benfica. (Metro)

Meira um United. Félagið er tilbúið að bjóða Casemiro (25), miðjumanni Real Madrid, mikla launahækkun svo hann yfirgefi Madrídinga og komi á Old Trafford. (Sunday Express)

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, gæti fengið 500 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í næstu tveimur félagaskiptagluggum ef breska kaupsýsluskonan Amanda Staveley nær að kaupa félagið af Mike Ashley. (Sunday Express)

West Ham vill fá Roberto Mancini til að taka við ef Slaven Bilic nær ekki að snúa gengi liðsins við. (Sunday Mirror)

Ef Mancini vill ekki taka við þá er næsti kostur Manuel Pellegrini, annar fyrrum stjóri Manchester City. West Ham gæti fengið samkeppni frá Leicester um undirskrift Pellegrini, en Leicester er að leita að nýjum stjóra í augnablikinu. (Sunday Telegraph)

Barcelona ætlar að bjóða Lionel Messi (30) „eilífðarsamning". (ESPN)

Manchester United er að reyna að kaupa Carlos Soler (20) frá Valencia á Spáni. Soler þykir mjög efnilegur, en hann er metinn á 30 milljónir punda. (Mail on Sunday)

Newcastle ætlar að reyna að fá Hatem Ben Arfa (30) aftur til félagsins frá Paris Saint-Germain. (Sun on Sunday)

AC Milan þarf að selja sína bestu leikmenn næsta sumar ef félagið nær ekki Meistaradeildarsæti. (FourFourTwo)

Dimitri Oberlin (20), leikmaður Basel, hafnaði Manchester United árið 2014 þar sem hann vildi aðalliðsfótbolta. (Metro)

Timo Werner (21), sóknarmaður RB Leipzig og Þýskalands, dreymir um að spila fyrir Manchester United. (Sunday Mirror)
Athugasemdir
banner
banner