Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. október 2017 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Vissi að það væri mikið eftir
Mynd: Getty Images
„Við hefðum átt að vera 2-0 eða 3-0 yfir en við lentum 1-0 undir. Við misstum okkur ekki og héldum einbeitingu. Eftir að við jöfnuðum þá tókum við alla stjórn," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir 5-2 sigur á Everton þennan sunnudaginn.

„Ég var áhyggjufullur þar sem, að undanförnu, hefur okkur verið refsað fyrir öll þau mistök sem við gerum á útivelli. En ég vissi líka að það væri mikið eftir af leiknum."

Mesut Özil átti fantagóðan leik, sinn besta leik í langan tíma, og Wenger var að sjálfsögðu ánægður með hann.

„Hann lagði mikið á sig líkamlega í dag, í því felst munurinn. Þegar hann er í góðu líkamlegu formi, þá efast enginn um gæði hans."

„Það er erfitt að segja að eitthver einn hafi verið bestur þar sem allir spiluðu vel. Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna fyrsta útisigurinn á þessu tímabili," sagði Wenger að lokum.
Athugasemdir
banner