Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. nóvember 2014 12:10
Þórður Már Sigfússon
Martin Keown: Mistök hjá Tottenham að selja Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson í pistli sínum í Daily Mail í dag.

Gylfi var í gær valinn leikmaður mánaðarins hjá Swansea en hann hefur spilað frábærlega með liðinu á keppnistímabilinu. Margir sparkspekingar á Englandi hafa í kjölfarið keppst við að hæla íslenska landsliðsimanninum.

Keown skrifaði að Gary Monk, stjóri Swansea, hafi sýnt gífurleg klókindi með því að fá Gylfa aftur til félagsins enda hafi hann blómstrað þar þegar hann spilaði sem lánsmaður hjá félaginu fyrir tveimur árum síðan..

,,Gylfi hefur verið frábær á tímabilinu. Hann er einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar,” skrifaði Keown og bætti við:

,,Það voru mistök hjá Tottenham að láta hann fara og það er ekki á færi margra að taka jafn nákvæma aukaspyrnu og hann gerði gegn Arsenal."
Athugasemdir
banner
banner