Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. nóvember 2014 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Messi búinn að slá metið í deildinni - Markahæstur frá upphafi
Lionel Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi
Lionel Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, leikmaður Barcelona á Spáni, er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi en honum tókst að slá það með því að skora tvö mörk gegn Sevilla í kvöld.

Messi, sem er 27 ára gamall, var með 250 mörk í spænsku deildinni fyrir leikinn gegn Sevilla í kvöld en hann var þá í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar frá stofnun hennar.

Hann skoraði fyrsta mark leiksins gegn Sevilla í kvöld og jafnaði þar með metið en nú rétt í þessu var hann að skora sitt annað mark í leiknum á 72. mínútu og er þar með kominn með 252 mörk.

Hann er því markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi en næstur á eftir honum er Telmo Zarra sem gerði garðinn frægan hjá Athletic Bilbao.
Athugasemdir
banner
banner
banner