Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 22. nóvember 2014 18:01
Arnar Geir Halldórsson
Reus aftur meiddur á ökkla
Reus fagnar marki sínu í leiknum í dag
Reus fagnar marki sínu í leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Það á ekki af Marco Reus að ganga en kappinn var sparkaður útúr leik Dortmund gegn Paderborn í dag.

Ekki er ljóst hvað Reus verður lengi frá eftir að hafa fengið spark í ökklann en hann missti einmitt af HM í Brasilíu vegna ökklameiðsla. Reus skoraði síðara mark Dortmund í leiknum en þurfti svo að fara af velli um miðjan seinni hálfleik eftir tæklingu Marvin Bakalorz.

,,Það er erfitt að kyngja því að Reus gæti verið meiddur aftur, erfiðara en að sætta sig við jafnteflið," sagði brúnaþungur Klopp aðspurður um meiðslin.

Reus hefur verið orðaður við brottför frá Dortmund í janúar og eru öll stærstu lið heims sögð áhugasöm. Vonandi reynast meiðslin ekki alvarleg en þessi frábæri leikmaður hefur eytt of miklum tíma í stúkunni undanfarin misseri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner