lau 22. nóvember 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rudi Garcia: Roma mun bíða eftir Leandro Castan
Leandro Castan í leik með Roma
Leandro Castan í leik með Roma
Mynd: Getty Images
Rudi Garcia, þjálfari AS Roma á Ítalíu, segir að félagið komi til með að bíða eins lengi og þörf er á eftir Leandro Castan, varnarmanni félagsins.

Það var greint frá því á fimmtudag að Castan, sem er 28 ára gamall, þurfi að fara í heilaskurðsaðgerð en hann hefur einungis spilað einn leik í Seríu A á þessari leiktíð.

Castan fór í skoðanir og kom í ljós að hann er með bólgur á heilanum en til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni þá þarf að framkvæma heilaskurðsaðgerð á leikmanninum.

Garcia segir að félagið standi við bakið á Castan og býst hann við því að leikmaðurinn komi sterkur til baka eftir aðgerðina.

,,Ég er ekki læknir en það eru atvinnumenn sem munu meta þetta. Hann er leikmaður Roma og við stöndum þétt við bakið á honum," sagði Garcia.

,,Eftir aðgerðina í desember þá snýr hann aftur sem leikmaður Roma og við munum bíða eftir honum," sagði Garcia að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner