banner
   lau 22. nóvember 2014 16:08
Magnús Már Einarsson
Siggi Dúlla segir Ingvar Kale ekki á leið í Stjörnuna
Siggi Dúlla fagnar Íslandsmeistaratitlinum.
Siggi Dúlla fagnar Íslandsmeistaratitlinum.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ingvar Þór Kale er á förum frá Víkingi en hann greindi frá því í dag að hann muni ekki gera nýjan samning við uppeldisfélagið.

Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, gæti verið á leið út í atvinnumennsku og Ingvar Kale hefur í kjölfarið verið orðaður við Íslandsmeistarana.

Liðsstjóri Stjörnunnar, Sigurður Sveinn Þórðarson eða Siggi Dúlla, segir að Ingvar muni ekki ganga til liðs við Stjörnuna.

,,Get lofað ykkur því að hann er ekki á leið i GBÆ. Jafnvel þó við missum alla okkar markmenn," sagði Siggi í umræðu á Twitter í dag.

,,Stjarnan sækir sér leikmenn sem styrkja liðið, hann myndi ekki gera það þó Jónsson færi."

Ingvar Jónsson var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar en varamarkvörðurinn, hinn ungi Sveinn Sigurður Jóhannesson, stóð sig einnig með prýði í tveimur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner