Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 22. nóvember 2014 17:13
Arnar Geir Halldórsson
Spánn: Tvö rauð þegar Atletico vann Malaga
Antoine Griezmann fagnar marki sínu ásamt Arda Turan og Koke
Antoine Griezmann fagnar marki sínu ásamt Arda Turan og Koke
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid 3 - 1 Malaga
1-0 Tiago ('12 )
2-0 Antoine Griezmann ('42 )
2-1 Ricardo Horta ('64 )
3-1 Diego Godin ('84 )
Rautt spjald: Samu, Malaga ('73)Gabi, Atletico Madrid ('88)

Spánarmeistarar Atletico Madrid fengu Malaga í heimsókn á Vicente Calderon í dag.

Tiago og Antoine Griezmann sáu til þess að Atletico leiddi í hálfleik en það var Ricardo Horta sem minnkaði muninn fyrir Malaga eftir rúmlega klukkutíma leik. Það var svo hinn magnaði miðvörður Madrídinga, Diego Godin, sem gerði útum leikinn með skallamarki á 84.mínútu

Nú er nýhafinn leikur Eibar og Real Madrid en klukkan 19 er stórleikur dagsins þegar Sevilla heimsækir Barcelona. Deportivo La Coruna fær svo Alfreð, Moyes og félaga í Sociedad í heimsókn í síðasta leik dagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner