Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. nóvember 2014 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Van Gaal: Ég get hlegið núna
Louis van Gaal og Ryan Giggs.
Louis van Gaal og Ryan Giggs.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Mancester United á Englandi, var ánægður með 1-2 sigur liðsins á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þrátt fyrir mikla yfirburði Arsenal í leiknum þá hélt David De Gea liðinu á floti með glæsilegum vörslum áður en Man Utd tókst að komast yfir í leiknum en það gerðist á 56. mínútu er Antonio Valencia skaut í Kieran Gibbs og í netið.

Wayne Rooney bætti við öðru marki áður en Olivier Giroud minnkaði muninn en lengra komst Arsenal ekki. Góður sigur Man Utd staðreynd og liðið komið upp í fjórða sæti deildarinnar.

,,Þetta var frábær sigur á rétta augnablikinu. Við höfum verið að glíma við mikið af meiðslum en þrátt fyrir það náum við öflugum útisigri," sagði Van Gaal.

,,Arsenal er með gott sóknarsinnað lið en þið getið ímyndað ykkur ef þeir hefðu skorað úr einu af þessum fjórum eða fimm dauðafærum sem þeir fengu í fyrri hálfleik og þá hefði þetta verið annar leikur, svo ég get hlegið núna," sagði hann að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner