lau 22. nóvember 2014 20:12
Magnús Már Einarsson
Versta byrjun Arsenal í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Eftir 2-1 tap Arsenal gegn Manchester United í dag er ljóst að um er að ræða verstu byrjun félagsins síðan að enska úrvalsdeildin var stofnuð.

Arsenal er með 17 stig eftir 12 leiki en liðið hefur ekki fengið færri stig í fyrstu 12 umferðunum síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.

Leita þarf 32 ár aftur í tímann til að vinna verri byrjun hjá Arsenal í deildarkeppni eða til ársins 1982 þegar liðið var í basli í byrjun í gömlu ensku fyrstu deildinni.

Margir stuðningsmenn Arsenal er farnir að kalla eftir því að Arsene Wenger hætti sem stjóri liðsins en hann hefur verið við stjórnvölinn síðan árið 1996.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner