Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. nóvember 2014 20:17
Brynjar Ingi Erluson
Wenger: Þetta var einstefna
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, var allt annað en sáttur með 1-2 tap liðsins gegn Manchester United í kvöld.

Kieran Gibbs varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net áður en Wayne Rooney bætti við öðru marki. Olivier Giroud minnkaði muninn en það var þó of seint.

Arsenal var sterkari aðilinn framan af og átti mörg hættuleg færi en David De Gea var þá vel á verði í marki Man Utd.

,,Þetta var einstefnuleikur og við töpuðum leiknum. Við verðum að taka þessu en ég veit samt að við verðum mikið gagnrýndir eftir þennan leik," sagði Wenger.

,,Við þurftum að gjalda fyrir smá mistök og það er pirrandi að fara héðan með ekkert stig."

,,Þegar maður vinnur ekki leiki í þessu starfi þá verður maður áhyggjufullur en ég sá margt jákvætt frá liðinu. Ef við höldum áfram að spila vel og sýna þessa orku sem við sýndum í dag þá komum við tvíefldir til baka,"
sagði Wenger að lokum.
Athugasemdir
banner
banner