Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. nóvember 2017 22:05
Arnar Geir Halldórsson
Barcelona vann riðilinn sinn ellefta árið í röð
Messi hóf leik á bekknum í kvöld
Messi hóf leik á bekknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Barcelona tryggði sér efsta sæti D-riðils í Meistaradeild Evrópu með því að gera markalaust jafntefli við Juventus á Ítalíu í kvöld.

Þetta er ellefta árið í röð sem Barcelona vinnur sinn riðil í Meistaradeildinni enda hefur liðið verið afar sigursælt í keppninni undanfarinn áratug.

Frá árinu 2006 hefur Barcelona fjórum sinnum farið alla leið og unnið keppnina.

Juventus hinsvegar í hættu á að falla úr leik en liðið heimsækir Olympiacos í lokaumferðinni á meðan Sporting heimsækir Barcelona en Juventus hefur einu stigi meira en Sporting.




Athugasemdir
banner
banner