Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 22. nóvember 2017 15:51
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Chelsea: Luiz byrjar í Aserbaísjan
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
David Luiz fær byrjunarliðsleik.
David Luiz fær byrjunarliðsleik.
Mynd: Getty Images
Klukkan 17:00 hefst leikur Qarabag og Chelsea í Aserbaísjan. Liðin eru í C-riðli Meistaradeildarinnar og tryggir Chelsea sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri.

Sjá einnig:
Conte kvartar yfir álagi: Eitthvað þarf að breytast

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefur kvartað yfir leikjaniðurröðun en eftir ferðalagið langa munu hans menn leika stórleik við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næsta laugardag.

Chelsea átti ekki í vandræðum með Qarabag í fyrri leiknum á Stamford Bridge. Leikurinn endaði með 6-0 sigri Chelsea. Qarabag á ekki möguleika á að komast áfram en liðið er aðeins með eitt stig.

David Luiz fær byrjunarliðsleik en hann missti sæti sitt til Andreas Christensen eftir tap Chelsea gegn Roma.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois; Azpilicueta, David Luiz, Rüdiger; Zappacosta, Fàbregas, Kanté, Alonso; Willian, Pedro, Hazard.
(Varamenn: Caballero, Cahill, Christensen, Sterling, Drinkwater, Bakayoko, Morata)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner