Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 22. nóvember 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Goðsagnir aðstoða við HM dráttinn 1. desember
Infantino og Maradona mæta!
Infantino og Maradona mæta!
Mynd: Getty Images
Föstudaginn 1. desember klukkan 15:00 verður dregið í riðla fyrir HM í Rússlandi. Víða um heim er beðið eftir drættinum með mikilli eftirvæntingu, ekki síst á Íslandi enda strákarnir okkar með á stærsta sviðinu í fyrsta sinn.

Gary Lineker og Maria Komandnaya kynna dráttinn eins og greint var frá í vikunni en að sjálfsögðu er athöfnin í Moskvu.

FIFA hefur opinberað hvaða fótboltagoðsagnir munu aðstoða við dráttinn. Það verða Laurent Blanc, Gordon Banks, Cafu, Fabio Cannavaro, Diego Forlan, Diego Maradona og Carles Puyol.

Auk þess verður Nikita Simonyan, fyrrum stjarna Rússlands, í athöfninni og Miroslav Klose mun halda á bikarnum sem ríkjandi heimsmeistari með Þýskalandi.

„Það er frábært að hafa fulltrúa frá öllum þeim þjóðum sem hafa orðið heimsmeistarar," segir Gianni Infantino, foseti FIFA.

Cafu aðstoðaði einnig við dráttinn fyrir fjórum árum en hann varð tvívegis heimsmeistari með Brasilíu.

„Drátturinn er töfrandi stund þar sem öll jörðin sameinast í ástríðu og spennu. Það er gaman að fá að taka þátt aftur. Ég er það heppinn að hafa komið nokkrum sinnum til Rússlands og fylgst með undirbúningnum. Ég er viss um að þjóðin muni skiila stórkostlegum viðburði í Moskvu," segir Cafu.


Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn:

1. styrkleikaflokkur
Rússland (gestgjafar - 65. sæti)
Þýskaland (Heimsmeistarar - 1. sæti)
Brasilía (2. sæti)
Portúgal (Evrópumeistarar - 3. sæti)
Argentína (4. sæti)
Belgía (5. sæti)
Pólland (6. sæti)
Frakkland (7. sæti)

2. styrkleikaflokkur
Spánn (8. sæti)
Perú (10. sæti)
Sviss (11. sæti)
England (12. sæti)
Kólumbía (13. sæti)
Mexíkó (Norður-Ameríkumeistarar - 16. sæti)
Úrúgvæ (17. sæti)
Króatía (18. sæti)

3. styrkleikaflokkur
Danmörk (19. sæti)
Ísland (21. sæti)
Kosta Ríka (21. sæti)
Svíþjóð (25. sæti)
Túnis (28. sæti)
Egyptaland (30. sæti)
Senegal (32. sæti)
Íran (34. sæti)

4. styrkleikaflokkur
Serbía (38. sæti)
Nígería (41. sæti)
Ástralía (Asíumeistarar - 43. sæti)
Japan (44. sæti)
Marókkó (48. sæti)
Panama (49. sæti)
Suður-Kórea (62. sæti)
Sádí-Arabía (63. sæti)
Athugasemdir
banner
banner
banner