Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. nóvember 2017 21:10
Arnar Geir Halldórsson
Hazard upp að hlið Eiðs Smára
Eiður Smári var í lykilhlutverki hjá Chelsea í upphafi aldar
Eiður Smári var í lykilhlutverki hjá Chelsea í upphafi aldar
Mynd: Getty Images
Eden Hazard skoraði eitt mark í stórsigri Chelsea í kvöld þegar liðið lagði Qarabag með fjórum mörkum gegn engu.

Þessi belgíski kantmaður skoraði þar með sitt 78.mark fyrir Chelsea og er því kominn með jafnmörg mörk og Eiður Smári Guðjohnsen skoraði á sínum ferli með Chelsea.

Það tók Hazard 264 leiki að skora þessi mörk en Eiður Smári lék 263 leiki á ferli sínum hjá Chelsea áður en hann gekk til liðs við Barcelona árið 2006.

Þeir félagar deila nú 16.sæti yfir markahæstu leikmenn í sögu Chelsea en á toppnum trónir Frank Lampard með 211 mörk.

Hazard hefur leikið fyrir Chelsea síðan hann gekk í raðir Lundúnarliðsins árið 2012. Þar áður sló hann í gegn með Lille í franska boltanum en Hazard er 26 ára gamall.
Athugasemdir
banner