mið 22. nóvember 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool gerði meira en Barcelona til að landa Keita
Keita fagnar hér marki Leipzig í gær. Hann stjórnaði umferðinni á miðjunni í 4-1 sigri á Mónakó í Meistardeildinni.
Keita fagnar hér marki Leipzig í gær. Hann stjórnaði umferðinni á miðjunni í 4-1 sigri á Mónakó í Meistardeildinni.
Mynd: Getty Images
Naby Keita mun ganga í raðir Liverpool næsta sumar. Miðjumaðurinn var eftirsóttur, en Liverpool vann meðal annars baráttu gegn Barcelona um leikmanninn.

Þetta staðfestir framkvæmdastjóri RB Leipzig, Oliver Mintzlaff, en hann segir að Liverpool hafi einfaldlega gert meira en Katalóníustórveldið til að fá Keita í sínar raðir.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, átti risastóran þátt í því að Keita verður leikmaður Liverpool á næsta tímabili.

„Það er rétt," sagði Mintzlaff spurður út í ákveðni Klopp. „Það skipti miklu máli vegna þess að Barcelona hafði líka áhuga á Naby Keita," hélt hann áfram.

„Barcelona sýndi líka áhuga, en þeir reyndu ekki eins mikið og Liverpoool gerði."
Athugasemdir
banner
banner