Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. nóvember 2017 14:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lögreglan gekk í skrokk á stuðningsmönnum Liverpool
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Liverpool fengu ekki blíðar móttökur þegar þeir mættu á Ramón Sánchez Pizjuán, heimavöll Sevilla, í gær.

Liverpool lék gegn Sevilla í Meistaradeildinni í gær í leik sem endaði með 3-3 jafntefli. Liverpool leiddi 3-0 í hálfleik, en í seinni hálfleik hrundi leikur gestanna frá Englandi.

Fyrir leik gerðust hlutir sem sem Liverpool ætlar sér að rannsaka frekar. Stuðningsmenn félagsins hafa sagt frá því að lögreglumenn og öryggisverðir í kringum leikvanginn hafi gengið í skrokk á stuðningsmönnum og ekki hleypt þeim inn á völlinn.

Stuðningsmenn lýstu reynslu sinni á samfélagsmiðlum, en einn kvenkyns stuðningsmaður sagði að hún hefði verið kýld.

Liverpool er með málið á borði hjá sér og ætlar að rannsaka frekar. UEFA hefur sent frá sér yfirlýsingu, en í henni segir: „Við vitum af vandamálum við innganginn hjá stuðningsmönnum gestaliðsins."

Einn stuðningsmaður lýsir reynslu sinni í gær svona: „Missti af fyrsta markinu þrátt fyrir að hafa mætt hálftíma of snemma á völlinn,
vinur minn komst ekki inn, lögreglan gekk í skrokk á fólki. Lögreglan tók pokann minn og ég fékk hann ekki aftur."


Fróðlegt verður að fylgjast með því hvað UEFA mun gera í þessu, og hvað Liverpool ætlar sér að gera.



Athugasemdir
banner
banner
banner