mið 22. nóvember 2017 18:58
Arnar Geir Halldórsson
Meistaradeildin: Chelsea tryggði sig áfram með glæsibrag
Aserarnir réðu ekkert við Willian
Aserarnir réðu ekkert við Willian
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er lokið í Meistaradeild Evrópu þar sem leikar hófust klukkan 17:00 í Rússlandi og Aserbaijan.

Chelsea átti ekki í neinum vandræðum með Qarabag þar sem Brasilíumaðurinn Willian fór mikinn. Lokatölur 0-4 fyrir Chelsea sem er þar með búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Í A-riðli vann CSKA Moskva góðan heimasigur á Benfica. Portúgalirnir enn án stiga og eiga enga möguleika á áframhaldandi þátttöku í Evrópu þennan veturinn.

A-riðill

CSKA 2 - 0 Benfica
1-0 Georgi Schennikov ('13 )
2-0 Jardel ('56 , sjálfsmark)

C-riðill

Qarabag 0 - 4 Chelsea
0-1 Eden Hazard ('21 , víti)
0-2 Willian ('36 )
0-3 Cesc Fabregas ('73 , víti)
0-4 Willian ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner