Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. nóvember 2017 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moreno fékk að heyra það - „Heimskulegt og barnalegt"
,,Jurgen Klopp hefur verið mjög vonsvikinn með hann í kvöld.
,,Jurgen Klopp hefur verið mjög vonsvikinn með hann í kvöld.
Mynd: Getty Images
Alberto Moreno átti ekki sitt besta kvöld í gærkvöldi þegar Liverpool gerði 3-3 jafntefli gegn Sevilla í Meistaradeildinni.

Liverpool var 3-0 yfir í hálfleik, en leikurinn sem fram fór í Andalúsíu endaði með 3-3 jafntefli.

Moreno gerðist sekur um brot sem leiddi til fyrsta mark Sevilla og hann færði Sevilla vítaspyrnu sem Wissam Ben Yedder skoraði úr er hann minnkaði muninn í 3-2. Í kjölfarið var bakvörðurinn tekinn út af.

Frank Lampard og Rio Ferdinand voru sérfræðingar BT Sport í kringum leikinn og Moreno var fórnarlamb þeirra eftir leikinn.

„Einstaklingsmistök kostuðu Liverpool í dag. Hann átti slæmt, slæmt kvöld," sagði Ferdinand um Moreno.

„Ef þú ert liðsfélagi hans þá öskrarðu á hann (fyrir fyrsta mark Sevilla). 'Hvað ertu að gera?'. Þetta var heimskulegt og barnalegt og þeim er refsað fyrir þessi mistök hans."

Lampard tók undir með Ferdinand.

„Jurgen Klopp hefur verið mjög vonsvikinn með hann í kvöld," sagði Lampard aðspurður út í Moreno.

Ferdinand fékk þá aftur orðið og talaði til Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. Hann segir að hann verði að styrkja liðið varnarlega.

„Þeir þurfa leiðtoga í vörnina. Þeir þurfa einhvern sem getur sagt liðsfélögunum hvar þeir eiga vera. Þeir eru með alltof marga sem fylgja. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir öll mörkin," sagði Ferdinand, sem lék í fjölda ára með Manchester United.

Í gær birtist listi hér á Fótbolta.net þar sem taldir voru upp tíu leikmenn sem eru í stóru hlutverki hjá sínu liði í ensku úrvalsdeildinni en voru næstum því seldir á liðnu sumri. Moreno var í efsta sæti listans. Það er spurning hvort væntingarnar hafi alveg farið með hann.
Athugasemdir
banner