Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. nóvember 2017 22:28
Arnar Geir Halldórsson
Mourinho: Þurfum ekki einu sinni jafntefli í lokaumferðinni
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Man Utd, var ekki að æsa sig of mikið yfir tapi liðsins gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Portúgalinn segir ótrúlegt að Man Utd hafi ekki skorað fullt af mörkum í fyrri hálfleik.

„Við töpuðum af því að við áttum að vera 5-0 yfir í fyrri hálfleik en skoruðum ekki eitt mark þrátt fyrir mikla yfirburði. Á köflum virkaði ómögulegt fyrir okkur að vinna ekki leikinn."

„Stærstan hluta síðari hálfleiks leið okkur ágætlega með 0-0 stöðu en svo skora þeir á lokamínútunum,"
segir Mourinho sem kom Daley Blind til varnar.

„Það er ekki sanngjarnt að kenna Blind um þetta. Hann sýndi jákvæða frammistöðu. Við verðum að kenna öllu liðinu um því við fengum svo mörg færi."

Þrátt fyrir tapið er staða United fyrir lokaumferðina afar vænleg en algjörlega ótrúlega atburðarás þyrfti til þess að liðið missi af efsta sæti riðilsins.

„Við þurfum ekki að vinna síðasta leikinn, við þurfum ekki einu sinni að ná jafntefli en auðvitað munum við reyna að vinna," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner