Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. nóvember 2017 20:40
Arnar Geir Halldórsson
Pardew líklegastur til að taka við WBA
Alan Pardew
Alan Pardew
Mynd: Getty Images
Alan Pardew þykir líklegastur til að taka við stjórnartaumunum hjá West Bromwich Albion og verða þar með eftirmaður Tony Pulis sem var látinn taka pokann sinn á dögunum.

Þetta herma heimildir SkySports en samkvæmt sömu heimildum hafa engar formlegar viðræður átt sér stað ennþá.

Pardew á í góðu sambandi við Nick Hammond, yfirmann íþróttamála hjá WBA eftir að þeir unnu saman hjá Reading frá 1998-2003 en það var fyrsta stjórastarf Pardew sem hefur síðan þá aflað sér víðtækrar reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.

Pardew hefur stýrt West Ham, Charlton Athletic, Southampton, Newcastle og Crystal Palace með misjöfnum árangri en hann er með rúmlega 40% vinningshlutfall á þjálfaraferli sínum.

Guachan Lai, eigandi WBA, hefur gert undirmönnum sínum ljóst að hann vilji stjóra sem hefur reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Engu að síður er ekki áhugi fyrir því að ráða Sam Allardyce samkvæmt heimildum Sky.
Athugasemdir
banner
banner