Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. nóvember 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Pirraður Ronaldo skaut á fréttamenn
Ronaldo ekki sáttur við fjölmiðla.
Ronaldo ekki sáttur við fjölmiðla.
Mynd: asTV
Portúgalinn Cristiano Ronaldo skaut á fréttamenn eftir að hafa skorað í Meistaradeildinni í gær.

Tímabilið fer erfiðlega af stað fyrir Ronaldo en hann hefur aðeins skorað eitt mark í La Liga og Real Madrid er tíu stigum frá toppliði Barcelona.

Þá hafa slúðurmiðlar talað um óeiningu í búningsklefanum og segja að Ronaldo sé að íhuga að yfirgefa Madrídarliðið.

Ronaldo skoraði tvö í 6-0 sigri gegn APOEL frá Nikósíu í gær og Real Madrid hefur tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni.

Sjá einnig:
Ronaldo bætti met - Tómas Þór hissa á sendingu hans

Eftir leikinn báðu fréttamenn hann um viðtal en hann neitaði.

„Ég segi eitthvað og þið skrifið svo allt annað. Af hverju viljið þið að ég tali?" sagði pirraður Ronaldo.


Athugasemdir
banner
banner