Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 22. nóvember 2017 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rakitic bauðst til að gefa Buffon HM-sæti sitt
Rakitic í landsleik með Króatíu gegn Íslandi.
Rakitic í landsleik með Króatíu gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska goðsögnin Gianluigi Buffon mun ekki fá að spreyta sig á HM í Rússlandi næsta sumar.

Ítalía verður ekki á meðal þáttökuþjóða í Rússlandi eftir tap í umspilinu gegn Svíþjóð á dögunum.

Buffon tilkynnti það eftir seinni leikinn gegn Svíþjóð að hann væri hættur að spila með ítalska landsliðinu.

Það er óhætt að segja að fótboltamenn og aðrir áhugasamir séu daprir fyrir hönd Buffon, að hann skuli enda farsælan landsliðsferil svona. Ivan Rakitic, miðjumaður Króatíu og Barcelona, fann til með Buffon og bauðst til að gefa honum góða gjöf.

„Ég vil bjóða Buffona að fara (Á HM) í minn stað, það sem hann hefur gert fyrir fótboltann er ótrúlegt, einstakt. Þegar barn stillir upp í draumalið sitt þá er Buffon í því. Þegar þú sérð hann gráta, þá langar þér að gráta líka," sagði Rakitic.

Sjá einnig:
Buffon með tárin í augunum: Leiðinlegt að enda svona

Buffon er búinn að svara Rakitic.

„Ég gæti spilað sem markvörður, en að spila sem miðjumaður fyrir Króatíu er kannski ekki góð hugmynd," sagði Buffon sem ætlar að gefa Rakitic treyju í kvöld þegar Barcelona og Juventus eigast við í Meistaradeild Evrópu, klukkan 19:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner