mið 22. nóvember 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir það nauðsynlegt fyrir Sturridge að yfirgefa Liverpool
Mynd: Getty Images
Phil Thompson, sem er goðsögn hjá Liverpool, telur að það sé Daniel Sturridge fyrir bestu að yfirgefa Liverpool.

Hann segir að Sturridge verði að fara eitthvert annað til að eiga von um að komast í HM-hóp Englands.

Hinn 28 ára gamli Sturridge hefur aðeins byrjað fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og engan í Meistaradeildinni. Hann hefur verið ónotaður varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Sturridge var ekki valinn í síðasta landsliðshóp Englands, Tammy Abraham og Dominic Solanke voru valdir frekar en hann.

„Ef ég væri Jurgen Klopp þá myndi ég vilja halda honum, en ég skil Sturridge ef hann vill fara. Hann mun ekkki fara á HM ef hann hefur áfram í því hlutverki sem hann hefur verið í hjá Liverpool," sagði Thompson er hann ræddi við Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner