Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. nóvember 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoða hvort Carvajal hafi fengið viljandi gult spjald
Mynd: Getty Images
Dani Carvajal, bakvörður Spánar- og Evrópumeistara Real Madrid, gæti verið á leið í bann í Meistaradeildinni. Það er ekkert skrýtið við það svo sem, en ástæðan fyrir því er frekar óhefðbundin.

Carvajal fékk gult spjald í uppbótartíma í 6-0 rústi Real Madrid á APOEL frá Kýpur í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Spjaldið fékk Carvajal fyrir að tefja, í stöðunni 6-0.

UEFA skoðar nú hvort Carvajal hafi brotið reglu með því að fá „viljandi gult spjald" í leiknum.

Carvajal átti að vera í banni í næsta leik gegn Dortmund og átti þar með að vera laus allra mála í 16-liða úrslitunum. Fari þó svo að UEFA refsi honum, verður hann í banni í 16-liða úrslitunum líka.

Real Madrid gulltryggði sæti sitt í 16-liða úrslitunum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner