Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 22. nóvember 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Þeir fimm sem Perez er sagður ætla að fá til Real Madrid
Florentino Perez.
Florentino Perez.
Mynd: Getty Images
Diario Gol heldur áfram að fjalla um fyrirhugaðar hreinsanir hjá Real Madrid. Í gær var sagt frá því að Luka Modric og Gareth Bale væru meðal leikmanna sem Madrídarfélagið væri tilbúið að selja næsta sumar.

Real Madrid er tíu stigum á eftir toppliði Barcelona í La Liga.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, er sagður vera með fimm leikmenn í huga sem hann vilji fá til að koma liðinu aftur á skrið.

Þar eru tveir leikmenn Tottenham á lista, miðjumaðurinn Dele Alli og sóknarmaðurinn Harry Kane.

Marquinhos, varnarmaður PSG, er einnig nefndur og Argentínumaðurinn Paulo Dybala sem hefur verið magnaður með Juventus.

Þá er markvörðurinn Kepa hjá Athletic Bilbao einnig sagður á listanum en Real Madrid hefur í sífellu verið orðað við David de Gea hjá Manchester United.

Meðal annarra leikmanna sem eru sagðir vera í skoðun eru Aymeric Laporte, Inigo Martínez og David Alaba.
Athugasemdir
banner
banner
banner