Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 22. desember 2014 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Stoke og Chelsea: Fabregas og Costa byrja
Mynd: Getty Images
Það er einn leikur á dagskrá í enska boltanum í kvöld þar sem topplið Chelsea heimsækir Stoke City.

Chelsea nær þriggja stiga forystu á Manchester City með sigri á erfiðum útivelli, sem Arsenal tapaði á fyrir tveimur vikum.

Chelsea mætir með gífurlega sterkt byrjunarlið þar sem Diego Costa er fremstur. Willian, Cesc Fabregas og Eden Hazard verða honum til aðstoðar í sóknarleiknum.

Bekkurinn hjá þeim bláklæddu er engu síðri og má þar finna menn á borð við Oscar, Andre Schürrle, Didier Drogba og Filipe Luis.

Peter Crouch leiðir sóknarlínu Stoke City og er hann með Bojan Krkic bakvið sig.

Stoke City (4-2-3-1): Begovic - Bardsley, Shawcross, Muniesa, Pieters - Cameron, Nzonzi - Walters, Bojan, Arnautovic - Crouch
Varamenn: Butland, Huth, Whelan, Wilson, Adam, Diouf, Assaidi

Chelsea (4-2-3-1): Courtois - Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta - Mikel, Matic - Willian, Fabregas, Hazard - Costa
Varamenn: Cech, Filipe Luis, Zouma, Ake, Oscar, Schurrle, Drogba
Athugasemdir
banner
banner
banner