Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. desember 2014 12:27
Magnús Már Einarsson
Jonas Gutierrez spilar sinn fyrsta leik eftir krabbamein
Jonas á sprettinum.
Jonas á sprettinum.
Mynd: Getty Images
Jonas Gutierrez mun í dag spila sinn fyrsta leik í um það bil ár þegar hann leikur með U21 árs liði félagsins gegn West Ham.

Jonas greindist með krabbamein í fyrra og fór í aðgerð í heimalandi sínu Argentínu.

Hann hefur nú sigrað baráttuna við krabbameinið og undanfarnar vikur hefur hann byrjað að æfa með Newcastle á nýjan leik.

Nota má nokkra leikmenn eldri en 21 árs í U21 árs leikjunum á Englandi og því fær hinn 31 árs gamli Jonas að spila í dag.

Hann gæti síðan snúið aftur í aðallið Newcastle á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner