banner
   mán 22. desember 2014 15:27
Magnús Már Einarsson
Jonas Sandqvist ekki áfram hjá Keflavík
Jonas handsamar boltann.
Jonas handsamar boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sænski markvörðurinn Jonas Sandqvist mun ekki verja mark Keflvíkinga aftur næsta sumar.

Jonas kom til Keflvíkinga fyrr á þessu ári og var mjög öflugur í byrjun móts.

Síðari hluta móts náði hann sér ekki jafn vel á strik en hann kom samtals við sögu í 19 leikjum í Pepsi-deildinni sem og fjórum leikjum í Borgunarbikarnum.

,,Jonas hefur ekki tök á að koma aftur. Hann þarf að sinna skyldum sínum erlendis," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur við Fótbolta.net í dag.

Kristján segir að Keflvíkingar muni núna skoða markmannsmálin hjá sér.

,,Við erum að skoða hvað við ætlum að gera. Við erum að skoða stöðuna hjá okkur á Suðurnesjunum og markaðinn yfirhöfuð. Það er ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner