Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. desember 2014 22:46
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Leikurinn gegn Stóra Sam verður erfiður
Mourinho býst við erfiðum leik gegn Stóra Sam og lærisveinum hans í West Ham.
Mourinho býst við erfiðum leik gegn Stóra Sam og lærisveinum hans í West Ham.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var ánægður með sigur sinna manna í Chelsea á útivelli gegn Stoke City.

John Terry kom Chelsea yfir á 2. mínútu og Cesc Fabregas innsiglaði sigurinn undir lok leiks.

,,Svona sigrar gilda meira en þrjú stig, til að vinna hér þarf að halda einbeitingu allan leikinn og kunna að laga sig að leikstíl Stoke," sagði Mourinho.

,,Þegar það gerðist (Phil Bardsley tæklaði Eden Hazard) fannst mér það harkalegt, en dómarinn gerði vel í að missa ekki stjórn á leiknum. Við brugðumst vel við og þegar allt kom til alls var þetta eina grófa tækling leiksins."

Chelsea fær West Ham í heimsókn á föstudaginn. Hamrarnir eru í fjórða sæti deildarinnar og býst Mourinho við erfiðum leik.

,,Þetta var týpískur vetrarleikur í enska boltanum og við verðum að einbeita okkur að næstu þremur leikjum. Leikurinn gegn Stóra Sam (Allardyce, stjóra West Ham) verður erfiður."
Athugasemdir
banner
banner