Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. desember 2014 16:17
Magnús Már Einarsson
Sami Hyypia hættur með Brighton & Hove Albion
Sami Hyypia.
Sami Hyypia.
Mynd: Fram
Sami Hyypia hefur ákveðið að segja upp starfi sínu sem stjóri Brighton & Hove Albion í Championship deildinni.

Hinn 41 árs gamli Hyypia tók við Brighton í sumar eftir að hafa áður stýrt Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Eftir 1-1 jafntefli gegn Wolves um helgina er Brighton í 22. sæti af 24 liðum í Championship deildinni en liðið hefur einungis unnið einn af síðustu 18 leikjum.

Hyypia var áður fyrirliði Liverpool en hann spilaði með liðinu frá 1999 til 2009 áður en hann gekk til liðs við Leverkusen þar sem hann kláraði ferilinn sem leikmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner