Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 22. desember 2016 11:05
Magnús Már Einarsson
„Það verða engir skandalar, fyllerí og bull"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvikmyndin „Jökullinn logar" sem fjallar um leið íslenska landsliðsins á Evrópumótið er komin á DVD. Með myndinni fylgja 120 mínútur af aukaefni.

Hluta af aukaefninu má sjá hér að neðan en þar ræða landsliðsmenn um breytingar sem urðu eftir að Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback tóku við árið 2012.

Árangur íslenska landsliðsins hefur verið magnaður síðan þá en umgjörðin í kringum liðið hefur einnig batnað til muna.

„Þegar þeir komu var ákveðið að þetta djók landslið yrði ekkert djók lengur. Það verða engir skandalar, fyllerí og bull. Við erum komnir hingað til að vinna. Ég man alltaf að Heimir sagði að við ætlum að gera þetta landslið vinsælt," sagði Ragnar Sigurðsson í brotinu hér að ofan.

Meira um DVD diskinn - „Jökullinn logar"
„Eftir tveggja ára tökur með landsliðinu í knattspyrnu stóðum við uppi með 200-300 klst af myndefni. Eftir gríðarlega klippivinnu sem Sævar Guðmundsson og Úlfur Teitur Traustason báru hitann og þungan af stóð fyrsta útgáfa af kvikmyndinni Inside a Volcano / Jökullinn logar í fjórum og hálfri klukkustund," segir Sölvi Tryggvason, sem fylgdi strákunum í gegnum undankeppnina, á Facebook-síðu sinni.
„Til þess að allar þessar myndir, töku- og klippivinna, færu ekki algjörlega í súginn var bara einn kostur í stöðunni - en það var að koma þessu á DVD. Þar eru margar sögur sem sem einfaldlega verða að vera til, fyrir utan þá staðreynd að við erum enn að reyna að koma myndinni réttum megin við núllið."

Klippan hér að ofan er meðal þess efnis sem finna má sem aukaefni á DVD-disknum.

Sjá einnig:
Eiður Smári náði að bregða landsliðsmönnum
Elmari skipað í klippingu og á djammið
Eiður Smári: Felldi tár og hringdi í mömmu
Raggi Sig: Verð pirraður að horfa á fótbolta
Raggi Sig: Var alltaf
að atast í van Persie

Aron lýsir atburðarásinni eftir viðtalið í Albaníu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner