Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 23. janúar 2017 21:10
Kristófer Kristjánsson
Afríkukeppnin: Senegal og Túnis áfram
Islam Slimani skoraði tvö en það dugði ekki til.
Islam Slimani skoraði tvö en það dugði ekki til.
Mynd: Getty Images
Senegal og Túnis eru komin áfram í átta liða úrslit Afríkukeppninnar eftir leiki kvöldins.

Senegal tryggði sér toppsætið í B-riðli með 2-2 jafntefli á Alsír en Islam Slimani, framherji Leicester kom Alsír tvíveigis yfir. Það dugði hins vegar skammt þegar Senegal náði að jafna í bæði skiptin og þar við sat.

Túnis vann svo Simbabve í skemmtilegum leik þar sem sex mörk voru skoruð. Túnís komst í 3-0 í fyrri hálfleik og var eftir leikurinn nokkuð auðveldur, þó Simbabve hafi skorað tvö mörk.

Senegal mætir Kamerún í 8-liða úrslitunum og Túnís spilar við Búrkína Fasó.

Senegal 2 - 2 Alsír
0-1 Islam Slimani ('10)
1-1 Pape Kouli Diop ('44)
1-2 Islam Slimani ('52)
2-2 Moussa Sow ('53)

Simbabve 2 - 4 Túnis
0-1 Naim Sliti ('10)
0-2 Yousef Msakni ('22)
0-3 Taha Yassine Khenissi ('36)
1-3 Knowledge Musona ('43)
1-4 Wahbi Khazri ('45)
2-4 Tendai Ndoro ('58)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner