Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. janúar 2017 09:00
Kristófer Kristjánsson
Dyche: Koscielny var rangstæður
Sean Dyche var ekki sáttur með dómgæsluna
Sean Dyche var ekki sáttur með dómgæsluna
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, þjálfari Burnley, segir að sér hafi verið óglatt eftir að Arsenal fékk afar umdeilda vítaspyrnu undir lok uppbótartíma leiksins.

Burnley virtist hafa unnið sér inn stig með hetjulegri baráttu þegar Andre Gray skoraði úr vítaspyrnu á 93. mínútu leiksins.

En dramatíkinni var ekki lokið og Arsenal fékk víti fimm mínútum síðar þegar Ben Mee sparkaði í andlit Laurent Koscielny, sem virtist vera rangstæður.

Alexis Sanchez skoraði úr vítaspyrnunni og tryggði Arsenal dramatískan sigur en Arsenal vann einnig Burnley á Turf Moor þökk sé marki Laurent Koscielny sem sömuleiðis var umdeilt.

„Það er dapurt að þessar ákvarðanir falli ekki með okkur," sagði Dyche í viðtali við Sky Sports.

„Við höfum verið rændir gegn þessu liði í tvígang núna. Það er ekki annað hægt en að vera óglatt eftir þetta en ég er stoltur af strákunum. Enginn hélt að við ættum séns en hugarfarið okkar er gott og við börðumst til endaloka."
Athugasemdir
banner
banner