Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. janúar 2017 06:00
Kristófer Kristjánsson
Efast staðhæfingar Balotelli um kynþáttaníð
Balotelli var ekki sáttur með stuðningsmenn Bastia
Balotelli var ekki sáttur með stuðningsmenn Bastia
Mynd: Getty Images
Fyrrum leikmaður Bastia í Frakklandi, Julian Palmieri, hefur vísað á bug ásökunum Mario Balotelli um að stuðningsmenn félagsins hafi sýnt veist að honum með kynþáttaníði.

Mario Balotelli, sóknarmaður Nice, var ósáttur eftir að hafa lent í meintu kynþáttaníði af hálfu stuðningsmanna Bastia í leik sem fram fór á föstudaginn síðastliðinn.

Nice gerði 1-1 jafntefli gegn Bastia, en Balotelli fór á Twitter og Instagram eftir leikinn og skrifaði þar um það sem hafði gerst.

„Er það eðlilegt að stuðningsmenn Bastia geri apahljóð allan leikinn og enginn úr aganefnd segi neitt?" skrifaði Balotelli.

„Eru kynþáttafordómar löglegir í Frakklandi? Eða bara í Bastia? Fótbolti er mögnuð íþrótt, en svona fólk eins og stuðningsmenn Bastia gera hana hræðilega."

Palmieri hinsvegar er ekki sannfærður.

„Við þekkjum þetta einvígi milli Bastia og Nice og ég horfði á leikinn og heyrði ekkert," sagði hann í viðtali við beIN Sports.

„Ég heyrði engin apahljóð og þegar þetta kemur frá þessum leikmanni, og miðað við hversu slæman leik hann átti þá held að hann sé að leita að afsökun."
Athugasemdir
banner
banner
banner