Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 23. janúar 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Ensk og kínversk félög berjast um Ashley Young
Mynd: Getty Images
Ashley Young, kantmaður Manchester United, er að skoða tilboð frá félögum bæði í Kína og á Englandi.

Hinn 31 árs gamli Young hefur ekki byrjað leik hjá Manchester United í meira en tvo mánuði og hann gæti verið á förum.

Kínverska félagið Shandong Luneng hefur áhuga á Young en þar leika bæði Graziano Pelle og Papiss Cisse. Felix Magath er þjálfari liðsins.

Samkvæmt frétt Sky hafa þrjú ónefnd félög í ensku úrvalsdeildinni einnig áhuga á Young.

Young vill sjálfur ekki fara á lán en hann er tilbúinn að skoða að ganga til liðs við annað félag ef spennandi tilboð býðst.

Young hefur skorað 14 mörk í 151 leik með Manchester United síðan hann kom til félagsins frá Aston Villa fyrir fimm og hálfu ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner