Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. janúar 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Graham Poll: Wenger á að fá langt bann
Wenger „hefði átt að halda kjafti
Wenger „hefði átt að halda kjafti".
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætti að fá langt bann eftir að hann missti stjórn á skapi sínu og ýtti við fjórða dómaranum Anthony Taylor. Þetta segir Graham Poll, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni.

Wenger var vikið af bekknum þegar Arsenal vann Burnley í gær. Hann reyndi samt að vera áfram í göngunum eftir brottvísunina. Taylor sagði honum að færa sig en þá reiddist Wenger enn frekar og ýtti við honum.

„Wenger og hans lið hafa grætt á slatta af „vafasömum" ákvörðunum hjá dómurum á þessu tímabili. Wenger átti að muna eftir því og halda sér rólegum," segir Poll.

Wenger brást illa við þegar Jon Moss, aðaldómari leiksins, gaf Burnley vítaspyrnu í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Wenger baðst afsökunar á hegðun sinni eftir leikinn.

„Ég hefði átt að halda kjafti. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki gert það," sagði Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner