Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. janúar 2017 10:39
Magnús Már Einarsson
Gylfi: Verð áfram nema það verði ótrúlegar breytingar
Gylfi fagnar sigurmarki sínu um helgina.
Gylfi fagnar sigurmarki sínu um helgina.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur enn á ný lýst því yfir að hann verði áfram hjá Swansea eftir að félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku.

„Já, nema það verði ótrúlegar breytingar sem velta ekki á mér," sagði Gylfi við enska fjölmiðla aðspurður hvort að hann verði áfram hjá Swansea.

„Ég er mjög ánægður hér. Ég vil ekki falla og ég ætla að gera mitt besta til að hjálpa liðinu."

„Það er verið að skrifa hluti í blöðunum en ég hugsa ekki of mikið og það hvort ég er að fara eða vera áfram. Svo lengi sem ég er hér þá reyni ég mitt besta fyrir liðið og það er það sem ég hef alltaf reynt að gera."


Gylfi skoraði sigurmark Swansea í 3-2 útisigri á Liverpool um helgina. Fernando Llorente skoraði tvívegis þar en hann var á dögunum orðaður við Chelsea. Llorente segist ekki vera á förum.

„Ég er mjög ánægður hér. Ég vil bara spila og skora fleiri mörk," sagði Llorente eftir leikinn um helgina.
Athugasemdir
banner