Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. janúar 2017 06:30
Kristófer Kristjánsson
Huginn framlengir við fjóra
Mynd: Huginn
Huginn hefur endurnýjað samninga við fjóra leikmenn sem munu því leika með félaginu næsta sumar í 2. deildinni.

Þetta eru þeir Birkir Pálsson, Magnús Heiðdal Karlsson, Gauti Skúlason og Rúnar Freyr Þórhallsson.

Birkir Pálsson, 34 ára, er fyrirliði liðsins og hefur verið á mála félagsins frá árunum 2003-2005 og svo aftur frá 2014. Þar á milli lék hann fyrir Þrótt Reykjavík og Hött.

Magnús Heiðdal Karlsson, 28 ára, hefur verið með meistaraflokki hjá Hugin síðan 2008 og á 43 leiki í deild og bikar fyrir félagið.

Gauti Skúlason, 24 ára, hefur spilað með meistaraflokki Hugins síðan 2009 og á hann 74 leiki og eitt mark í öllum keppnum.

Rúnar Freyr Þórhallsson, 24 ára, hefur verið í meistaraflokki hjá félaginu síðan 2008 og á hann 117 leiki og 12 mörk í deild og bikar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner