Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 23. janúar 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Klopp svekktur með hvað það er erfitt að fá nýja leikmenn
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ósáttur við að hafa ekki náð að kaupa nýja leikmenn í þessum mánuði.

Klopp segir erfitt að finna góða leikmenn sem hægt er að krækja í.

„Það er eðlilegt að fólk spyrji sig að því hvort við ætlum ekki að fá nýja leikmenn. Auðvelda svarið er jú en á hinn bóginn er þetta frekar erfitt," sagði Klopp.

„Það er ekki eins og við viljum ekki fá nýja leikmenn. Við viljum það. Málið er að félög vilja ekki selja leikmennina sem við teljum að geti hjálpað okkur. Þetta snýst ekki um pening í þessu tilfelli heldur félagaskiptagluggann."

„Félög segja 'Nei, það er hálft ár eftir af tímabilinu, við getum ekki fundið annan svona leikmann. Við viljum frekar fá pening í sumar fyrir leikmanninn og þá nokkrum pundum minna en í vetur."


Klopp segist einungis vilja fá leikmenn sem geta bætt gæðum við hópinn og hjálpað Liverpool í toppbaráttunni.

„Það er ekki eins og það séu 20 leikmenn þarna úti sem eru á lausu og geta gert liðið sterkara. Þannig er staðan."

„Við erum tilbúnir að reyna að fá rétta leikmanninn. Við erum hins vegar ekki eina liðið sem ræður útkomunni, er það? Félagið sem selur tekur líka ákvörðun,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner