Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 23. janúar 2017 16:06
Elvar Geir Magnússon
Öskraði eftir hjálp - „Ég vil ekki deyja"
Follmann hittir stuðningsmenn Chapecoense.
Follmann hittir stuðningsmenn Chapecoense.
Mynd: Getty Images
Jackson Follmann, markvörðurinn sem lifði af flugslys brasilíska liðsins Chapecoense, hefur sagt frá þessari óhugnalegu lífsreynslu.

Follmann var einn af sex sem lifðu slysið af en 71 fórst, flestir voru þeir leikmenn og starfsmenn brasilíska liðsins.

Follmann er 24 ára og neyddist til að leggja hanskana á hilluna eftir að hægri fótur hans var tekinn af fyrir neðan hné.

„Ég man þegar slökknaði á flugvélinni og ljósin fóru af. Það var greinilegt að það var eitthvað að. Flugvélin hrapaði eiginlega ekki heldur sveif til jarðar. Ég man ekki eftir brotlendingunni sjálfri því það leið yfir mig. Þetta gerðist hratt," segir Follmann.

„Ég man þegar ég vaknaði upp áður en björgunarmenn komu á svæðið. Ég opnaði augun. Það var mjög dimmt og mjög kalt. Ég skal. Ég öskraði: Hjálp, ég vil ekki deyja! - Nokkrir vinir mínir, þeir sem voru enn á lífi, öskruðu einnig. Ég heyrði björgunarteymið koma og segjast vera frá lögreglunni."

Follmann man svo eftir sér þegar hann vaknaði á sjúkrahúsi í Kólumbíu fjórum dögum síðar.

„Mamma kom inn í herbergið og talaði við mig, þá vaknaði ég. Þetta var erfitt. Ég grét mikið þegar ég opnaði augun."

Follmann segist mjög þakklátur fyrir að vera á lífi.

„Ég ætla að gifta mig. Ég vil snúa aftur í eðlilegt líf þó fótboltaferillinn sé á enda."
Athugasemdir
banner
banner
banner