Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. janúar 2017 08:00
Kristófer Kristjánsson
Redknapp: Chelsea verður ekki meistari án Costa
Diego Costa hefur verið iðinn við kolann í vetur
Diego Costa hefur verið iðinn við kolann í vetur
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur Sky Sports, hefur varað Antonio Conte við að selja Diego Costa.

Redknapp telur að ef Costa myndi yfirgefa Chelsea í þessum félagsskiptaglugga þá yrði liðið ekki ensku meistari, svo mikilvægur er hann félaginu.

Spánverjinn geðþekki hefur skorað 14 mörk í 19 leikjum fyrir Chelsea og átt stóran þátt í góðu gengi liðsins sem hefur átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Diego Costa hefur verið orðaður við stórpeningana í Kína eftir meint rifrildi við Conte, þjálfara liðsins.

„Ef hann fer í janúar þá geturðu ekki fundið neinn sem kemur í hans stað. Ég held að Chelsea verði ekki meistari án hans," sagði Redknapp við Sky Sports.

„Þeir komast upp með að spila án hans í einum og einum leik en heilt yfir þá þurfa þeir á honum að halda. Þeir þurfa mörkin hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner