mán 23. janúar 2017 11:13
Magnús Már Einarsson
Sigurður Egill á leið í tékkneska boltann?
Sigurður Egill Lárusson.
Sigurður Egill Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sigurður Egill Lárusson, kantmaður Vals, fer á morgun til Tékklands þar sem hann mun skoða aðstæður hjá FK Jablonec og æfa með liðinu. Þetta staðfesti leikmaðurinn í samtali við 433.is í dag.

Sigurður mun skoða aðstæður í Tékklandi áður en hann fer með liðinu í viku æfingaferð ti Portúgals.

Fyrr í mánuðinum spilaði Sigurður sinn fyrsta landsleik á æfingamóti í Kína en áhugi Jablonec kviknað í kjölfarið.

Sigurður gerði samning við Val í vetur en klásúla er í honum sem gerir honum kleift að fara út.

Hinn 25 ára gamli Sigurður Egill ólst upp hjá Víkingi R. en hann hefur leikið með Val síðan árið 2013. Síðastliðið sumar skoraði Sigurður Egill bæði mörk Vals í 2-0 sigri á ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins.

FK Jablonec er í 10. sæti af 16 liðum í tékknesku deildinni eftir 16 umferðir. Boltinn byrjar aftur að rúlla í Tékklandi þann 17. febrúar eftir vetrafrí.
Athugasemdir
banner
banner
banner